22.3.2010

Vorönn 2010


Tíminn líður og við höldum aftur af stað. Fyrst er unnið með mosaikflísar, búnir til kertastjakar, blómavasar og diskar. Næst er málað á glerdiska, bæði ferkantaða og hringlaga.
Við vorum svo lánsöm að fá styrk frá Menningarráði Vesturlands kr 150.000 og frá Menningarsjóði Borgarbyggðar fáum við 100.000. Einnig hefur Símenntunarmiðstöðin nú komið okkur til aðstoðar og greiðir laun Ólafar við vinnuna með okkur.

Við stefnum á að opna sýningu sunnudaginn 25.apríl kl 15 í Gallerý Brák. Við verðum í samvinnu við List án landamæra eins og tvö síðastliðin ár.

Engin ummæli: