Menn máluðu af krafti í dag þó svo að yfirleitt sé ekki unnið um helgar, en okkur fannst að ofninn yrði að vera fullur til að setja hann í gang því hann tekur mjög mikið rafmagn. Fjórir af sjö herrum mættu til vinnu og var mikil leikgleði og galsi í mannskapnum. Elísabet Haraldsdóttir fór með leirlistaverkin heim til að brenna þau við hærri hita en hægt var í ofnunum í Gallerý Brák.
Dísa þeyttist um allan bæ með auglýsingar og á vef Landnámsseturs og Borgarbyggðar er sýningin auglýst. Einnig var hennar getið í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær í sambandi við opnun Listar án landamæra í Reykjavík.
Hér eru fleiri myndir frá deginum.
19.4.2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli