17.4.2008

15.16. og 18.apríl

Unnið við akrýlmálun, glerlist og leirlist. Mikið að gera enda er sýningin okkar "List án landamæra" í Landnámssetrinu sunnudaginn 20.apríl kl 14. Þar munu Borgfirskir utangarðslistamenn sýna verk sín.

Búið er að panta flug til Vínar í Austurríki og einnig gistingu. Þetta er ansi dýrt dæmi en vel þess virði að leggja mikið á sig fyrir það. Allir hafa hjálpast að við að ganga í fyrirtæki og stofnanir-það er reyndar ekki alveg búið. Vegna mikilla anna þá hefur verkið aðeins dregist á langinn. Tíminn þýtur áfram og í mörg horn að líta hjá listamönnunum og aðstoðarfólki þeirra. En verkið er skemmtilegt og áhugavert og því höldum við ótrauð áfram.

Hér eru nýjustu myndirnar frá starfinu

Engin ummæli: