11.4.2008

Ferðalag framundan

Þessa dagana erum við, Hulda Birgisdóttir og Arndís Ásta Gestsdóttir að skoða flug til Vínar 29.maí og til baka 2.júní. Einnig þarf að finna hótel í Vín sem allra næst ráðstefnu-og sýningarsvæðinu þar sem Evrópsku Outsiders Art samtökin verða með sínar uppákomur. Flugið okkar fyrir fjóra listamenn og tvo aðstoðarmenn auk Ólafar listakonu er á milli 550 og 600 þúsund. Einnig er gistingin í fjórar nætur milli 100 og 150 þúsund. Við þurfum því að herða okkur til að endar nái saman. Öll fjárhagsaðstoð er vel þegin því margt smátt gerir eitt stórt.
Við höldum áfram að leita leiða til að ná inn fjármagni. Við sóttum um styrk hjá Icelandair í dag og er spennandi að vita hvort við fáum einhverja lækkun á fluginu. Já það þýðir ekkert annað en að spýta í lófana og halda áfram.

Engin ummæli: