7.4.2008

Styrkir til listsköpunar

Það er okkur sérstakt gleðiefni að hafa nú fengið tilkynningu um að Menningarráð Borgarbyggðar styrkti okkur um 200 þúsund og Sparisjóður Mýrarsýslu styrkti okkur um 250 þúsund. Við þökkum innilega fyrir þann velvilja sem okkur hefur verið sýndur og munum því geta haldið ótrauð áfram.
Nú eru utangarðslistamenn okkar að vinna verkefni í leir undir handleiðslu Elísabetar Haraldsdóttur.
Ólöf Davíðsdóttir mun svo halda áfram með glervinnuna, bæði málun og sandblástur.

Þann 20.apríl er áætlað að halda sýningu í Borgarnesi á vegum Listar án landamæra. Þar er ætlunin að Borgfirskir listamenn sýni nýjustu verkin sín.

Engin ummæli: