2.12.2008

Alþýðulistafólk sýnir í Landnámssetrinu

Næsta sunnudag kl 15.00 verður opnuð sýning á verkum sem alþýðulistamenn hafa unnið í Listasmiðju í Gallerý Brák síðustu mánuðina.Steinunn Steinarsdóttir og Ólöf Davíðsdóttir hafa leiðbeint fólkinu við að búa til lampa úr mosaikflísum, mála með akrýllitum og mála á gler.
Hér eru Kjartan Ingi og Guðmundur Stefán.
Arnar Pálmi, Haukur, Gabríel og Kjartan Ingi.
Ólöf aðstoðar Guðmund Inga við glermálun.
Ölver Þráinn að mála á gler.
Guðmundur Ingi og Guðmundur Stefán við verk sín.
Arnar Pálmi að mála mynd með akrýllitum.
Nýjar dömur í hópnum, þetta var þeirra fyrsti tími með okkur. Hér eru þær að mála á gler. Eftir brennslu verða þessar glerplötur að kertastjökum.
Guðmundur Ingi og Ölver Þráinn við glermálun.
Hér eru nokkrar myndir í viðbót.

Engin ummæli: