7.12.2008

Jólasýningin 2008


Sunnudaginn 7.desember kl 15 opnuðu Borgfirskir alþýðulistamenn jólasýningu í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Á sýningunni voru verk sem unnin hafa verið á haustönn í Gallerý Brák undir leiðsögn Ólafar S.Davíðsdóttur og Steinunnar Steinarsdóttur. Hér eru þær stöllur ásamt nokkrum af sýnendum.
Listafólkið bjó til mosaiklampa.
Unnið var með akrýlliti og hér er Guðmundur Stefán við mynd sem hann málaði af tíkinni hennar Ólafar sem heitir Gríma.
Á sýningunni voru líka glerlistaverk, kertastjakar, plattar og diskar.
Ólöf S. Davíðsdóttir opnaði sýninguna og bauð gesti velkomna.
Að lokinni setningu gengu gestir um og skoðuðu verkin. Þeir sem hafa fylgst með listamönnunum frá upphafi voru sammála um að þeir hefðu tekið miklum framförum og mörg verkanna seldust strax. Allur ágóði er settur í ferðasjóð hópsins og í vor er stefnt á að heimsækja alþýðulistamenn á Ísafirði og vinna með þeim, sýna sig og sjá aðra.

Þau Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson eigendur Landámssetursins buðu listamönnunum í heitt súkkulaði og vöfflur með rjóma. Þetta var verulega hátíðlegt og eru þeim hjónum færðar hinar bestu þakkir fyrir frábærar móttökur og jákvæðni í garð hópsins bæði fyrr og nú.
Hér eru fleiri myndir frá sýningunni í dag.
Posted by Picasa

Engin ummæli: