Sunnudaginn 7.desember kl 15 opnuðu Borgfirskir alþýðulistamenn jólasýningu í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Á sýningunni voru verk sem unnin hafa verið á haustönn í Gallerý Brák undir leiðsögn Ólafar S.Davíðsdóttur og Steinunnar Steinarsdóttur. Hér eru þær stöllur ásamt nokkrum af sýnendum.
Þau Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson eigendur Landámssetursins buðu listamönnunum í heitt súkkulaði og vöfflur með rjóma. Þetta var verulega hátíðlegt og eru þeim hjónum færðar hinar bestu þakkir fyrir frábærar móttökur og jákvæðni í garð hópsins bæði fyrr og nú.
Hér eru fleiri myndir frá sýningunni í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli