Alþýðulistin blómstrar í Gallerý Brák hjá Ólöfu S.Davíðsdóttur.
Alþýðulistamönnunum fjölgar jafnt og þétt og nú bætast konurnar við og það er verulega spennandi fyrir okkur. Fyrir áramótin komu þrjár dömur í listsköpun og eftir áramótin bættist enn ein dama í hópinn.
Það er búið að vinna með klippimyndir og akrýlmálun eftir áramótin. Nú er verið að vinna við sandblástursverk, akrýlmyndir og glermálun.
Fjármálin standa þannig að búið er að sækja um styrk hjá Menningarráði Vesturlands og nú er Menningarsjóður Borgarbyggðar að auglýsa eftir umsóknum og er umsóknarfrestur til 28.febrúar. Nú er bara að láta hendur standa fram úr ermum og sækja um hér og þar.
Ætlunin er að sækja um styrk til Menningarsjóðs Sparisjóðs Mýrasýslu sem úthlutar
Menningarsjóður Sparisjóðs Mýrasýslu var stofnaður árið 1991 í minningu Friðjóns Sveinbjörnssonar sparisjóðsstjóra og hefur árlega síðan verið veittir ríflegir styrkir úr sjóðnum til ýmiss menningarstarfs í héraðinu.
Ár hvert er auglýst eftir umsóknum úr sjóðnum og úthlutar stjórn sjóðsins styrkjum einu sinni á ári fyrir aðalfund Sparisjóðs Mýrasýslu.
Einnig er ætlunin að sækja um styrk úr Minningarsjóði Kristins Arnar Friðgeirssonar.
Í fyrra fengum við 25 þúsund úr Minningarsjóði Margrétar Björgúlfsdóttur en í ár verður ekki úthlutað úr sjóðnum þar sem 2/3 hlutar sjóðsins töpuðust í kreppunni.
27.1.2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli