Hér eru nýjustu myndirnar okkar. Nú höfum við fengið 150.000 krónu styrk frá Menningarráði Vesturlands og aðrar 150.000 frá Menningarsjóði Borgarbyggðar. Báðum þessum styrktaraðilum sendum við okkar innilegustu þakkir fyrir góðvild og jákvæðni í okkar garð.
Vetrarstarfinu fer nú senn að ljúka því við förum í páskaleyfi eftir næsta mánudag og höldum svo sýningu í Landnámssetrinu frá 22.apríl til 6.maí. Sýningin er í samvinnu við verkefnið List án landamæra og er þetta í annað skipti sem við erum með sýningu í samvinnu við þá.
24.3.2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli