27.4.2009

Vorsýningin okkar

Sýningin var opnuð sunnudaginn 26.apríl kl 16.30. Hún verður opin til 6.maí.
Friðrik Sigurðsson stjórnarmaður í List án landamæra mætti við opnunina og sagði nokkur orð eftir að Ólöf Sigríður Davíðsdóttir opnaði sýninguna. Friðrik er einnig framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Að lokinni ræðu hans las Árni Ásbjörn Jónsson nokkrar stökur eftir sig.
Þær voru þessar:

Hljóttu gleði og gæfu
gjörvallt lífsins spor.
Verður öll þín ævi
eilíft sólskins vor.

Þó að leiðin virðist löng
vertu aldrei hryggur.
Það er eins og hulin hönd
hjálpi er mest á liggur.

Brostu, hlæðu blíða hrund
bjart sé yfir huga.
Þeir sem hafa létta lund
lengst af öllu duga.

Hér eru fleiri myndir frá sýningunni.
















Engin ummæli: