22.11.2007

Námskeið í Gallerý Brák


Í nóvember var haldið tveggja daga námskeið hjá Ólöfu í Gallerý Brák. Það voru sex hressir karlmenn frá Borgarnesi sem tóku þátt. Þetta var mjög skemmtilegt og hugmyndaflugið geystist um eins og hvítur stormsveipur um svæðið. Í fyrstu voru allir hikandi og vissu ekkert hvað væri sniðugt að mála á glerið, en eftir smá stund voru allir byrjaðir og máluðu hverja myndina á fætur annarri. Það var svo gaman að fylgjast með þegar listamennirnir uppgötvuðu hver af öðrum að þeir væru frábærir í þessu.

Sunnudaginn 2.desember kl 17 verður svo sölusýning í Gallerý Brák. Þar verða listaverk Outsiders Art listafólksins til sýnis og sölu. Allur ágóði rennur í sameiginlegan ferðasjóð Borgfirsku listamannanna og er draumur þeirra að komast á sýningu í Vín í Austurríki næsta vor. Þar sýna Evrópskir Outsiders Art listamenn verk sín og þar á meðal verða einhver þeirra verka sem voru unnin í Gallerý Brák.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dísa mín, þú ert ennþá með vitlausa dagsetningu. Sýningin er laugardaginn 1 des. kl. 17.00.

kveðja Lína.

tvina sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.