Fyrsta sölusýning utangarðslistamanna var opnuð í Gallerý Brák, Borgarnesi sunnudaginn 2.desember kl 17. Fjöldi gesta heiðruðu listamennina með komu sinni og var nokkuð af listaverkum selt á sýningunni. Nokkuð hefur verið um heimsóknir í Gallerý Brák síðan sýningu lauk og eitthvað smávegis meira selst, en betur má ef duga skal. Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni. Við viljum þakka öllum sýningargestum fyrir komuna og vonum að þeir hafi notið sýningarinnar eins og listamennirnir sem sýndu þarna verkin sín. Við bendum ykkur einnig á að enn er hægt að kaupa listmuni Outsiders Art listamannanna í Gallerý Brák. Ekki missa af þessu einstæða tækifæri því þarna eru til sölu listaverk fólks sem hefur vakið athygli víða um heim.
12.12.2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli